Ráðgjöf og stuðningur

Viltu fá fjölskylduviðtal eða ráðgjöf varðandi réttindamál? Skráðu þig hér fyrir neðan og Gunnhildur Heiða fjölskyldufræðingur hefur samband.

Gunnhildur Heiða Axelsdóttir er fjölskyldufræðingur með framhaldsmenntun í uppeldis-og menntunarfræðum með áherslu á þroskaþjálfun og fötlunarfræði frá H.Í. Hún hefur sérhæft sig í málum er varðar fólk með langvarandi sjúkdóma og fatlanir, réttindi þeirra, þjónustustuðning og leiðir til að hver og einn fái notið sín sem best.

Athugið að um tímabundið verkefni er að ræða svo mikilvægt að þeir sem vilja nýta sér þjónustuna geri það sem fyrst. Viðtöl og ráðgjöf hjá Gunnhildi Heiðu eru félagsmönnum í Parkinsonsamtökunum að kostnaðarlausu.