Ráðgjöf og stuðningur

Ráðgjafa- og stuðningsviðtöl
María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi
Parkinsonsamtökin eru í samstarfi við Maríu Rúnarsdóttur, félagsráðgjafa. Hún starfar hjá Samskiptastöðinni, Síðumúla 33.
Boðið er upp á stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldufundi, ráðgjöf og stuðning um félagsleg úrræði og réttindi. Ekki skiptir máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal.
Ráðgjafaviðtöl fara ýmist fram á Samskiptastöðinni eða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað. Hægt er að fylla út formið hér fyrir neðan og María mun þá hafa samband og finna viðtalstíma.
Þjónustan er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Fræðslufundir og ráðstefnur
Upptökur af fræðslufundum og ráðstefnum Parkinsonsamtakanna má finna á YouTube síðu samtakanna.
Dagskrá Parkinsonsamtakanna má sjá í viðburðadagatalinu.

Fræðslubæklingar
Parkinsonsamtökin eru að vinna að nýjum fræðslubæklingum. Fyrstu tveir eru tilbúnir og hægt að sækja þá í rafrænni útgáfu:
Parkinson - upplýsingar fyrir nýgreinda
Parkinson - upplýsingar fyrir starfsfólk í umönnun og hjúkrun

Facebook hópar
Ungt fólk með parkinson
Á Facebook má finna hópinn Ungt fólk með parkinson sem var stofnaður til að tengja saman ungt fólk með parkinsonsjúkdóminn. Hópurinn var stofnaður með aðstoð Parkinsonsamtakanna er nú sjálfstæður og í höndum Hönnu Vilhjálmsdóttur og tengist því samtökunum ekki á neinn hátt.
Taugalíffræði pælingar
Í Facebook hópnum Taugalíffræði pælingar eru ýmsar pælingar um taugalíffræði, parkinson, alzheimer, MS, heilann og fleira. Þar má finna mikið af upplýsingum um nýjar rannsóknir á taugasjúkdómum. Hópnum er ekki stjórnað af Parkinsonsamtökunum heldur er þetta sjálfstæður hópur sem er stjórnað af áhugasömum leikmanni á þessu sviði. Eins eru aðrir áhugasamir hvattir til að deila greinum, en lögð er áhersla á íslenskar endursagnir greinanna, eða beinar þýðingar.

Félags- og lögfræðiráðgjöf ÖBÍ
Á skrifstofu ÖBÍ býðst öryrkjum, fötluðu fólki og aðstandendum ókeypis ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga um réttindamál.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÖBÍ.