Borðtennis

Parkinsonsamtökin bjóða félagsmönnum sínum upp á borðtennisæfingar yfir vetrartímann í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Tímanir henta bæði byrjendum sem lengra komnum.

Þjálfari er Hannes Guðrúnarson. Borðtenniskúlur og spaðar eru á staðnum en þátttakendur er beðnir um að taka með sér innanhúss íþróttaskó og vatnsbrúsa.

Tímarnir fara fram í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði.

Tímarnir eru niðurgreiddir af fullu fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en ekki þarf að skrá sig. Næsta tíma má finna á viðburðadagatalinu.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.