Borðtennis

Parkinsonsamtökin bjóða félagsmönnum sínum upp á borðtennisæfingar yfir vetrartímann í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Tímanir henta bæði byrjendum sem lengra komnum.

Spaðar og kúlur eru á staðnum en þátttakendur er beðnir um að taka með sér innanhúss íþróttaskó og vatnsbrúsa.

Tímarnir fara fram í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði.

Tímarnir eru niðurgreiddir af fullu fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma í tímatöflunni.

Til að skrá sig í tíma þarf að hafa aðgang að Abler en hægt er að ná í app í símann sem auðveldar skráningar og gefur fólki góða yfirsýn yfir dagskrána. Nánari upplýsingar um Abler má finna hér. Skráning fer líka fram í gegnum síma 552-4440 (móttaka/skrifstofa).