Ráðgjafaþjónusta félagsráðgjafa

María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

María býður upp á stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldufundi, ráðgjöf og stuðning um félagsleg úrræði og réttindi. Ekki skiptir máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal.

Viðtöl við Maríu fara fram á Samskiptastöðinni í Skeifunni 11a eða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

Ath! María er í tímabundnu leyfi en Elísabet Guðmundsdóttir tekur viðtöl á meðan María er í fríi.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum getur pantað tíma hjá félagráðgjafa í gegnum samtökin með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Í framhaldinu verður haft samband og fundinn viðtalstími.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum fær 5 viðtalstíma hjá ráðgjöfum samtakanna endurgjaldslaust á hverju almanaksári. Það er fyrir utan viðtöl hjá Ágústu Kristínu Andersen, hjúkrunarfræðingi og forstöðumanni Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna en viðtöl hjá henni eru alltaf án endurgjalds.