Ráðgjafaþjónusta félagsráðgjafa

María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

María býður upp á stuðningsviðtöl fyrir einstaklinga, hjón/pör og fjölskyldufundi, ráðgjöf og stuðning um félagsleg úrræði og réttindi. Ekki skiptir máli hvar í ferlinu einstaklingur eða fjölskylda er stödd þegar pantað er viðtal.

Viðtöl við Maríu fara fram á Samskiptastöðinni í Skeifunni 11a eða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

Ath! María er í tímabundnu leyfi en Elín Guðjónsdóttir tekur viðtöl á meðan María er í fríi.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum getur pantað tíma hjá Elínu í gegnum samtökin með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Í framhaldinu verður haft samband og fundinn viðtalstími.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum fær 5 viðtalstíma hjá ráðgjöfum samtakanna endurgjaldslaust á hverju almanaksári. Það er fyrir utan viðtöl hjá Ágústu Kristínu Andersen, hjúkrunarfræðingi og forstöðumanni Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna en viðtöl hjá henni eru alltaf án endurgjalds.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.