Um Parkinsonsamtökin

Starfsmenn og stjórn

Starfsmenn

Stjórn

Núverandi stjórn Parkinsonsamtakanna var kosin á aðalfundi 23. mars 2021.

Stjórnin er skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

 • Vilborg Jónsdóttir, formaður
 • Sunna Jóhannsdóttir, varaformaður
 • Einar Guttormsson, gjaldkeri
 • Ólafur Árnason, ritari
 • Katrín Bjarney Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
Varastjórn
 • Andrés Arnalds

Laganefnd

 • Ingibjörg Hjartardóttir
 • Reynir Kristinsson
 • Snorri Már Snorrason

Skoðunarmenn reikninga

 • Anna María Axelsdóttir
 • Jón Þórir Leifsson

Starfsemi

Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð 3. desember 1983 og er markmið þeirra að:

 • aðstoða sjúklinga og aðstandendur við að leysa úr þeim vanda og erfiðleikum sem sjúkdómnum fylgja.
 • dreifa upplýsingum, veita fræðslu og styðja við rannsóknir vegna parkinsonveiki.
 • vera vettvangur umræðu um sameiginleg vandamál félagsmanna.
 • halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu.
 • gefa út rit félagsins og halda úti vefsíðu til að miðla upplýsingum og fræðslu.

Parkinsonsamtökin starfa um land allt en Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis starfar á Norðurlandi. Til að koma til móts við félagsmenn sem búa á landsbyggðinni er fræðslufundum og ráðstefnum streymt beint á netinu. Hægt er að horfa á upptökur af fræðslufundum á YouTube síðu samtakanna. Sumir viðburðir fara fram í gegnum fjarfundarbúnað en hægt er að sjá alla viðburði samtakanna í viðburðadagatalinu.

Hjá samtökunum er hægt að leita upplýsinga og fá stuðning. Á heimasíðunni er t.d. hægt að lesa nýjustu fréttir, sækja æfingaáætlanir, gerast félagi og senda minningarkort.

Fjármögnun Parkinsonsamtakanna byggist á félagsgjöldum, minningargjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Parkinsonsamtökin eru til húsa í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna í s. 552-4440 eða á netfangið: parkinson@parkinson.is.

Landsbyggðin

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN) var stofnað 1. maí 1987 og starfar sem deild innan Parkinsonsamtakanna. Félagsmenn í PAN eru á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur en félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi á svæðinu. Hægt er að hafa samband við stjórn með tölvupósti á netfangið: parkinsonfelag@gmail.com.

Stjórn:

 • Arnfríður Aðalsteinsdóttir, formaður
 • Eiríkur Jónsson, gjaldkeri
 • Guðrún Hafdís Óðinsdóttir, ritari
 • Ragnar Emilsson
 • Anna Kristinsdóttir
 • Bergmundur Stefánsson, varastjórn
 • Heiða Björk Jónsdóttir, varastjórn

Viltu stofna deild innan Parkinsonsamtakanna?

Samkvæmt lögum Parkinsonsamtakanna geta félagsmenn sótt um að stofna deild innan samtakanna. Nánari upplýsingar um deildir og stofnun þeirra má finna í lögum samtakanna.

Lög Parkinsonsamtakanna

Núgildandi lög Parkinsonsamtakanna voru samþykkt á aðalfundi þann 29. mars 2017.

Smelltu hér til að opna lögin í nýjum glugga.

Merkið okkar

Merki Parkinsonsamtakanna var hannað af Guðjóni Davíð Jónssyni. Merkið er rauður túlípani sem er alþjóðlegt tákn parkinsonsjúkdómsins.