Um Parkinsonsamtökin

Starfsmenn og stjórn

Starfsmenn

Samstarfsaðilar
Stjórn

Núverandi stjórn Parkinsonsamtakanna var kosin á aðalfundi 31. mars 2022.

Stjórnin er skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

 • Vilborg Jónsdóttir, formaður
 • Katrín Bjarney Guðjónsdóttir, varaformaður
 • Einar Guttormsson, gjaldkeri
 • Ólafur Árnason, ritari
 • Sunna Jóhannsdóttir, meðstjórnandi
Varastjórn
 • Andrés Arnalds
 • Salóme H. Gunnarsdóttir

Laganefnd

 • Ingibjörg Hjartardóttir
 • Reynir Kristinsson
 • Snorri Már Snorrason

Skoðunarmenn reikninga

 • Anna María Axelsdóttir
 • Jón Þórir Leifsson

Starfsemi

Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð 3. desember 1983 og er markmið þeirra að:

 • aðstoða sjúklinga og aðstandendur við að leysa úr þeim vanda og erfiðleikum sem sjúkdómnum fylgja.
 • dreifa upplýsingum, veita fræðslu og styðja við rannsóknir vegna parkinsonveiki.
 • vera vettvangur umræðu um sameiginleg vandamál félagsmanna.
 • halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu.
 • gefa út rit félagsins og halda úti vefsíðu til að miðla upplýsingum og fræðslu.

Parkinsonsamtökin starfa um land allt en Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis starfar á Norðurlandi. Til að koma til móts við félagsmenn sem búa á landsbyggðinni er fræðslufundum og ráðstefnum streymt beint á netinu. Hægt er að horfa á upptökur af fræðslufundum á YouTube síðu samtakanna. Sumir viðburðir fara fram í gegnum fjarfundarbúnað en hægt er að sjá alla viðburði samtakanna í viðburðadagatalinu.

Hjá samtökunum er hægt að leita upplýsinga og fá stuðning. Á heimasíðunni er t.d. hægt að lesa nýjustu fréttir, sækja æfingaáætlanir, gerast félagi og senda minningarkort.

Fjármögnun Parkinsonsamtakanna byggist á félagsgjöldum, minningargjöfum og styrkjum frá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum.

Parkinsonsamtökin eru til húsa í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna í s. 552-4440 eða á netfangið: parkinson@parkinson.is.

Landsbyggðin

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN) var stofnað 1. maí 1987 og starfar sem deild innan Parkinsonsamtakanna. Félagsmenn í PAN eru á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur en félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi á svæðinu. Hægt er að hafa samband við stjórn með tölvupósti á netfangið: parkinsonfelag@gmail.com.

Stjórn:

 • Arnfríður Aðalsteinsdóttir, formaður
 • Eiríkur Jónsson, gjaldkeri
 • Guðrún Hafdís Óðinsdóttir, ritari
 • Ragnar Emilsson
 • Anna Kristinsdóttir
 • Bergmundur Stefánsson, varastjórn
 • Heiða Björk Jónsdóttir, varastjórn

Viltu stofna deild innan Parkinsonsamtakanna?

Samkvæmt lögum Parkinsonsamtakanna geta félagsmenn sótt um að stofna deild innan samtakanna. Nánari upplýsingar um deildir og stofnun þeirra má finna í lögum samtakanna.

Lög Parkinsonsamtakanna

Núgildandi lög Parkinsonsamtakanna voru samþykkt á aðalfundi þann 29. mars 2017.

Smelltu hér til að opna lögin í nýjum glugga.

Merkið okkar

Merki Parkinsonsamtakanna var hannað af Guðjóni Davíð Jónssyni. Merkið er rauður túlípani sem er alþjóðlegt tákn parkinsonsjúkdómsins.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.