Um Parkinsonsamtökin

Starfsmenn og stjórn

Starfsmenn

Samstarfsaðilar
Stjórn

Núverandi stjórn Parkinsonsamtakanna var kosin á aðalfundi 21. mars 2023.

Stjórnin er skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Varastjórn
  • Harpa Sigríður Steingrímsdóttir
  • Ólafur Jóhann Borgþórsson

Laganefnd

  • Ingibjörg Hjartardóttir
  • Reynir Kristinsson
  • Snorri Már Snorrason

Skoðunarmenn reikninga

  • Anna María Axelsdóttir
  • Jón Þórir Leifsson

Starfsemi

Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð 3. desember 1983. Tilgangur samtakanna er að stuðla að auknum lífsgæðum fyrir fólk með parkinsonsjúkdóm, parkinsonskylda sjúkdóma og fjölskyldur þeirra með því m.a. að:

  • Þau fái þá heilbrigðisþjónustu og félagslegu aðstoð sem nauðsynleg er.
  • Standa vörð um réttindi og hagsmuni.
  • Veita fræðslu og miðla upplýsingum.
  • Vera vettvangur umræðu fyrir félagsfólk til gagnkvæms stuðnings.
  • Stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á sjúkdómnum og möguleikum á meðferð við honum.
  • Halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu.

Parkinsonsamtökin starfa um land allt en Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis starfar á Norðurlandi.

Parkinsonsamtökin reka Takt endurhæfingu Parkinsonsamtakanna þar sem boðið er upp á faglega og samfellda endurhæfingu fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma og stuðning fyrir aðstandendur.

Parkinsonsamtökin og Taktur eru til húsa í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna í s. 552-4440 eða á netfangið: parkinson@parkinson.is.

Landsbyggðin

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN) var stofnað 1. maí 1987 og starfar sem deild innan Parkinsonsamtakanna. Félagsmenn í PAN eru á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur en félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi á svæðinu. Hægt er að hafa samband við stjórn með tölvupósti á netfangið: parkinsonfelag@gmail.com.

Samkvæmt lögum Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis er tilgangur félagsins er að sinna hagsmunum félagsmanna og vera málsvari þeirra sem greindir eru með parkinson á svæðinu. Félaginu er einnig ætlað að sinna fræðslu og félagsstarfi fyrir þá sem greindir eru með parkinson og aðstandendur þeirra.

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis verður í vetur með aðstöðu í Sölku, félagsmiðstöð fólksins, Víðilundi 22 Akureyri annan hvern miðvikudag

Fræðslufundir seinnipart dags (17.30 – 19.30) verða áfram á „gamla staðnum“ Undirhlíð 3 Akureyri, fundaraðstöðu á jarðhæð nema annað sé auglýst.

 

DAGSKRÁ HAUSTIÐ 2023

BORÐTENNIS í íþróttahúsi Glerárskóla á miðvikudögum kl. 19.30 – 20.30

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis í samstarfi við Íþróttafélagið Akur á Akureyri býður félagsmönnum í borðtennis á miðvikudögum kl. 19.30 – 20.30 í  Íþróttahúsi Glerárskóla. Þjálfari er Elvar Thorarensen.

Miðvikudaginn 13. september kl. 13.00 – 15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri.

Halla Birgisdóttir forstöðukona Sölku kynnir starfsemi félagsmiðstöðvarinnar og hvernig við getum nýtt okkur starfið sem þar fer fram.

Arnfríður Aðalsteinsdóttir formaður Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis kynnir dagskrá haustsins.

Miðvikudaginn 27. september kl. 13.00 – 15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri.

Jóhanna Mjöll Björnsdóttir Iðjuþjálfi og ráðgjafi í stuðningsþjónustu kemur í heimsókn og kynnir ýmis gagnleg hjálpartæki sem standa fólki með parkinson til boða.

Miðvikudaginn 11. október kl. 13.00 -15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri.

Spil og spjall ofl.

Fimmtudagur 12. október kl. 17.30 – 19.30.

FRÆÐSLUFUNDUR Undirhlíð 3, Akureyri fundarsal á jarðhæð

Anný Björg Pálmadóttir sjúkraþjálfari fjallar um mikilvægi hreyfingar fyrir fólk með parkinson.

Miðvikudaginn 25. október kl. 13.00 -15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri

Spil og spjall ofl.

Fimmtudaginn 2. nóvember kl. 17.30 – 19.30

FRÆÐSLUFUNDUR Undirhlíð 3 Akureyri fundarsal á jarðhæð

Gauti Einarsson lyfjafræðingur fræðir okkur um parkinsonlyfin og mataræði, virkni lyfjanna og aukaverkanir.

Miðvikudaginn 8. nóvember kl. 13.00 -15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri

Spil og spjall ofl.

Miðvikudaginn 22. nóvember kl. 13.00 -15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri

Spil og spjall ofl.

Nóvember / desember – auglýst þegar nær dregur.

Hið árlega JÓLASTUÐ

Miðvikudaginn 6. desember kl. 13.00 -15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri

Spil og spjall ofl.

Miðvikudaginn 20. desember kl. 13.00 -15.30.

Opið hús í Sölku Víðilundi 22 Akureyri

Spil og spjall ofl.

 

Stjórn Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis:

  • Arnfríður Aðalsteinsdóttir formaður
  • Eiríkur Jónsson gjaldkeri
  • Ólöf Ólafsdóttir ritari
  • Bergmundur Stefánsdóttir meðstjórnandi
  • Ragnar Emilsson meðstjórnandi 
  • Guðrún Óðinsdóttir varamaður
  • Margrét Marvinsdóttir varamaður
 

Viltu stofna deild innan Parkinsonsamtakanna?

Samkvæmt lögum Parkinsonsamtakanna geta félagsmenn sótt um að stofna deild innan samtakanna. Nánari upplýsingar um deildir og stofnun þeirra má finna í lögum samtakanna.

Lög Parkinsonsamtakanna

Núgildandi lög Parkinsonsamtakanna voru samþykkt á aðalfundi þann 21. mars 2023. 

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja lögin á PDF:

Merkið okkar

Merki Parkinsonsamtakanna var hannað af Guðjóni Davíð Jónssyni. Merkið er rauður túlípani sem er alþjóðlegt tákn parkinsonsjúkdómsins.

Stuðningur þinn skiptir öllu máli

Gerast vildarvinur

Vildarvinir Parkinsonsamtakanna eru þeir sem sem kjósa að styrkja starfið með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Stakur styrkur

Með stöku framlagi aðstoðar þú okkur við að veita margvíslega þjónustu eins og að efla fræðslu, forvarnir, ráðgjöf og stuðning.

Gerast félagi

Félagsaðild er opin öllum sem hafa áhuga á starfsemi Parkinsonsamtakanna. Með félagsaðild styður þú starfsemi Parkinsonsamtakanna.

FÁÐU RÁÐGJÖF HJÁ FAGFÓLKI

Ráðgjafar okkar veita fræðslu, ráðgjöf og stuðning við fólk með parkinson, parkinsonskylda sjúkdóma og aðstandendur þess.