Samtökin

Gerast félagi

Við erum hér fyrir þig!

Félagsmenn í Parkinsonsamtökunum fá aðgang að faglegri endurhæfingu, ráðgjöf, fræðslu og stuðningi. Skráning gefur aðgang að Abler appinu og allri dagskrá í tímatöflu hjá Takti endurhæfingu Parkinsonsamtakanna.

Starfsemi

Parkinsonsamtökin á Íslandi voru stofnuð 3. desember 1983. Tilgangur samtakanna er að stuðla að auknum lífsgæðum fyrir fólk með parkinsonsjúkdóm, parkinsonskylda sjúkdóma og fjölskyldur þeirra með því m.a. að:

 • Þau fái þá heilbrigðisþjónustu og félagslegu aðstoð sem nauðsynleg er.
 • Standa vörð um réttindi og hagsmuni.
 • Veita fræðslu og miðla upplýsingum.
 • Vera vettvangur umræðu fyrir félagsfólk til gagnkvæms stuðnings.
 • Stuðla að rannsóknum og aukinni þekkingu á sjúkdómnum og möguleikum á meðferð við honum.
 • Halda reglulega félagsfundi til skemmtunar og fræðslu.

Parkinsonsamtökin starfa um land allt en Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis starfar á Norðurlandi.

Parkinsonsamtökin reka Takt endurhæfingu Parkinsonsamtakanna þar sem boðið er upp á faglega og samfellda endurhæfingu fyrir fólk með parkinson og skylda sjúkdóma og stuðning fyrir aðstandendur.

Parkinsonsamtökin og Taktur eru til húsa í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Hægt er að hafa samband við skrifstofuna í s. 552-4440 eða á netfangið: parkinson@parkinson.is.

Starfsmenn

Fagfólk

Stjórn Parkinsonsamtakanna

Núverandi stjórn Parkinsonsamtakanna var kosin á aðalfundi 21. mars 2023.
Stjórnin er skipuð fimm félagsmönnum. Formaður skal kosinn árlega en aðrir stjórnarmenn skulu kosnir til tveggja ára í senn. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs. Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum.

Varastjórn
 • Harpa Sigríður Steingrímsdóttir
 • Ólafur Jóhann Borgþórsson

Laganefnd

 • Ingibjörg Hjartardóttir
 • Reynir Kristinsson
 • Snorri Már Snorrason

Skoðunarmenn reikninga

 • Anna María Axelsdóttir
 • Jón Þórir Leifsson

Stjórn Takts endurhæfingar

 • Halldór Þorkelsson, formaður
 • Valgerður Sigurðardóttir
 • Sunna Jóhannsdóttir, fulltrúi úr stjórn Parkinsonsamtakanna
 • Vilborg Jónsdóttir, varamaður

Lög Parkinsonsamtakanna

Núgildandi lög Parkinsonsamtakanna voru samþykkt á aðalfundi þann 21. mars 2023. 

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að sækja lögin á PDF:

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN)

Parkinsonfélag Akureyrar og nágrennis (PAN) var stofnað 1. maí 1987 og starfar sem deild innan Parkinsonsamtakanna. Félagsmenn í PAN eru á svæðinu frá Sauðárkróki til Húsavíkur en félagið heldur uppi fræðslu og félagsstarfi á svæðinu. Hægt er að hafa samband við stjórn með tölvupósti á netfangið: parkinsonfelag@gmail.com.

Samkvæmt lögum Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis er tilgangur félagsins er að sinna hagsmunum félagsmanna og vera málsvari þeirra sem greindir eru með parkinson á svæðinu. Félaginu er einnig ætlað að sinna fræðslu og félagsstarfi fyrir þá sem greindir eru með parkinson og aðstandendur þeirra.

Dagskrá Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis veturinn 2024.
 
JANÚAR 
Fimmtudaginn 25. janúar kl. 17.30. Fræðslufundur með Gauta Einarssyni lyfjafræðingi.
Gauti fræðir okkur um parkinsonlyfin, verkun þeirra, aukaverkanir, mataræði, ný lyf o.fl. Stefnt er að því að streymt verði frá fundinum til Húsavíkur.
 
FEBRÚAR 
Opið hús á Húsavík mánudaginn 5. febrúar kl. 14.00.
Opið hús á Akureyri miðvikudaginn 21. febrúar kl. 14.00 í Sölku félagsmiðstöð fólksins Víðilundi.
 
MARS
Laugardaginn 2. mars. Aðalfundur Parkinssonfélags Akureyrar og nágrennis kl. 14.00. Gestur fundarins verður Haraldur Baldursson.
Haraldur heldur úti facebook siðunni „Taugalífræðilegar pælingar“. Þar birtir hann greinar, rannsóknir, viðtöl og ýmislegt fleira sem snýr að parkinson og öðrum taugasjúkdómum. Haraldur ætlar að ræða við okkur um stofnfrumur og það sem nýjast er í rannsóknum á parkinson, meðferð og væntanlega lækningu.
Nánari upplýsingar verða sendar félagsmönnum þegar nær dregur og birtar á facebook síðu félagsins.
 

Stjórn Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis:

 • Arnfríður Aðalsteinsdóttir, formaður
 • Svanborg Svanbergsdóttir, varaformaður
 • Páll Jóhannesson, ritari
 • Jóhann Ólafsson, gjaldkeri
 • Ingi Bjarnar, meðstjórnandi
 • Davíð Aðalsteinsson, varamaður
 • Guðrún Óðinsdóttir, varamaður

Skoðunarmenn reikninga:

 • Þorgrímur Sigurðsson
 • Eiríkur Jónsson

Lög Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis (PAN)