Ráðgjafaþjónusta hjúkrunarfræðings

Ágústa Kristín Andersen, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Takts

Ágústa býður upp á upp á hjúkrunarráðgjöf, mat á þjónustuþörf og aðstoð við gerð endurhæfingaráætlunar. 

Ráðgjafaviðtöl fara fram hjá Takti í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði eða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum getur pantað tíma hjá Ágústu með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Í framhaldinu verður haft samband og fundinn viðtalstími.

Ráðgjöf hjá Ágústu er félagsfólki að kostnaðarlausu og er undanskilin þeim 5 viðtölum sem félagsfólk fær endurgjaldslaust hjá öðrum ráðgjöfum.