Ráðgjafaþjónusta iðjuþjálfa

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, iðjuþjálfi

Guðrún Jóhanna býður upp á ráðgjöf varðandi stuðningstæki og aðstoð við umsóknir til SÍ, ásamt ráðleggingum varðandi iðju og athafnir dagslegs lífs og félagslega þátttöku.

Guðrún starfar hjá HeimaStyrk sem er á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnafirði og í Heilsuklasanum í Reykjavík. Viðtölin fara fram á öðrum hvorum staðnum eða í gegnum síma eða fjarfundarbúnað.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum getur pantað tíma hjá Guðrúnu í gegnum samtökin með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Í framhaldinu verður haft samband og fundinn viðtalstími.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum fær 5 tíma endurgjaldslaust á hverju almanaksári hjá ráðgjöfum samtakanna. Það er fyrir utan viðtöl hjá Ágústu Kristínu Andersen, hjúkrunarfræðingi og forstöðumanni Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna.