Skráning á biðlista hjá Takti sjúkraþjálfun

Andri Þór Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari hjá Takti sjúkraþjálfun. Ljósmynd: Fréttablaðið/Ernir.

Taktur sjúkraþjálfun er sérhæfð þjálfun fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma sem er staðsett á 1. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Andri Þór Sigurgeirsson og Kristján Huldar Aðalsteinsson sjúkraþjálfara sjá um þjálfunina. Í Takti sjúkraþjálfun er lögð áhersla á hópþjálfun en einnig er boðið upp á einstaklingsmeðferðir. 

Hægt er að samnýta  sjúkraþjálfun og aðra endurhæfingu hjá Takti endurhæfingu sem er á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Dagskrána í Takti má finna á viðburðardagatalinu. Dagskráin er opin og ókeypis fyrir skráða félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í stjörnumerkta * viðburði til að tryggja sér sæti. 

Ath! Lokað hefur verið fyrir skráningar á biðlista í bili en hægt er að skrá sig á listann hér fyrir neðan og fá tilkynningu þegar það verður opnað fyrir skráningar á biðlista aftur.

Aðrar sjúkraþjálfunar- og endurhæfingarstöðvar sem sérhæfa sig í þjálfun fólks með parkinson eru:

Fá tilkynningu þegar skráning hefst á ný hjá Takti sjúkraþjálfun:

Viðburðir framundan

30nóv

Samsöngur

11:00 - 12:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA