Skráning á biðlista hjá Takti sjúkraþjálfun

Taktur sjúkraþjálfun opnar í Lífsgæðasetri St. Jó. Þar verður boðið upp á sérhæfða þjálfun fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma. Andri Þór Sigurgeirsson sjúkraþjálfari mun reka stöðina en hann er sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun og hefur áralanga reynslu af þjálfun fólks með parkinson og skylda sjúkdóma. Margir þekkja Andra frá Reykjalundi þar sem hann starfaði áður í taugateyminu.

Í Takti sjúkraþjálfun verður lögð áhersla á hópþjálfun en einnig verður boðið upp á einstaklingsmeðferðir. Núna er hægt að skrá sig á biðlista en Andri Þór mun hafa samband við þá sem eru á biðlistanum þegar nær dregur opnun. Framkvæmdir eru í fullum gangi á 1. hæðinni í St. Jó þar sem sjúkraþjálfunin verður staðsett. Allir eru að gera sitt besta til halda áætlun, þannig að hægt verði að opna sjúkraþjálfunina.

Aðra dagskrárliði í Takti má finna á viðburðardagatalinu.

Skráning á biðlista hjá Takti sjúkraþjálfun

Viðburðir framundan

30sep

Borðtennis

11:00 - 12:00
Íþróttahúsið Strandgötu
03okt

Konuhópur

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA