Skráning á biðlista hjá Takti sjúkraþjálfun

Andri Þór Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari hjá Takti sjúkraþjálfun. Ljósmynd: Fréttablaðið/Ernir.

Taktur sjúkraþjálfun er sérhæfð þjálfun fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma sem er staðsett á 1. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Andri Þór Sigurgeirsson sjúkraþjálfari rekur stöðina en hann er sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun og hefur áralanga reynslu af þjálfun fólks með parkinson og skylda sjúkdóma. Margir þekkja Andra frá Reykjalundi þar sem hann starfaði áður í taugateyminu.

Í Takti sjúkraþjálfun er lögð áhersla á hópþjálfun en einnig verður boðið upp á einstaklingsmeðferðir. Hægt er að skrá sig á biðlista í sjúkraþjálfun með því að fylla út formið hér fyrir neðan og Andri hefur þá samband við fyrsta tækifæri. Eins og staðan er núna er mjög stuttur biðtími eftir sjúkraþjálfun.

Hægt er að samnýta  sjúkraþjálfun og aðra endurhæfingu hjá Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna sem er á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Dagskrána í Takti má finna á viðburðardagatalinu. Aðeins þarf að skrá sig í þá tíma sem eru með fjöldatakmörk og þá þarf að skrá sig í hvern tíma fyrir sig. Dagskráin er opin og ókeypis fyrir skráða félagsmenn í Parkinsonsamtökunum. 

Skráning á biðlista hjá Takti sjúkraþjálfun

Viðburðir framundan

01jún

Samsöngur

11:00 - 12:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA