Ráðgjafaþjónusta fjölskyldufræðings

Soffía Bæringsdóttir, fjölskylduráðgjafi

Soffía býður upp á alhliða fjölskylduráðgjöf og meðferð með áherslu á samskipti innan parasambandsins og fjölskyldunnar. Soffía sérhæfir sig í að aðstoða pör og fjölskyldur við að bæta samskipti sín og hjálpa einstaklingum að öðlast betri skilning á sér og umhverfi sínu.

Viðtöl við Soffíu fara fram hjá Hönd í hönd á 2. hæð Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum getur pantað tíma hjá Soffíu í gegnum samtökin með því að fylla út formið hér fyrir neðan. Í framhaldinu verður haft samband og fundinn viðtalstími.

Félagsfólk í Parkinsonsamtökunum fær 5 tíma endurgjaldslaust á hverju almanaksári hjá ráðgjöfum samtakanna. Það er fyrir utan viðtöl hjá Ágústu Kristínu Andersen, hjúkrunarfræðingi og forstöðumanni Takts miðstöðvar Parkinsonsamtakanna.