Ráðgjöf og stuðningur
Fullgildir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum sem hafa greitt félagsgjöld, geta fengið sér að kostnaðarlausu allt að 5 einkaviðtöl hjá fagfólki á hverju almanaksári. Þjónustan er niðurgreidd af Parkinsonsamtökunum og aðstandendur sem eru fullgildir félagsmenn geta einnig nýtt sér ráðgjafaþjónustuna. Til að skrá sig í viðtal er hægt að smella á viðkomandi fagaðila og fylla út formið sem kemur upp eða með því að hringja í síma 552-4440 og fá samband við móttöku. Viðtal við hjúkrunarfræðing er undanskilið í þessum 5 tímum á ári því skráðir félagsmenn geta alltaf fengið ráðgjafaviðtal hjá hjúkrunarfræðingi án endurgjalds.