Námskeið: Að næra “delluna” sína

Að næra “delluna” í sér, þriðjudaginn 28. febrúar kl. 10:30 í fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó.

Lýsing: Í hverju gleymdir þú þér sem barn? Hvað veitir þér ánægju í dag? ,,Dellur“ hafa stundum fengið neikvætt hlaðna merkingu í daglegu tali en í ,,dellum“ felast heilmikil lífsgæði. 

Nærandi athafnir geta falist í einhverju sem hefur fylgt okkur í gegnum lífið en þær geta líka birst í nýrri iðju og nýjum áhugamálum. Hvar gleymir þú þér í flæði? 

Fjallað verður um nærandi athafnir og hvernig þær hafa jákvæð áhrif á heilsu, vellíðan, endurheimt og streitulosun. Hvað eru nærandi athafnir fyrir þér?

Kennarar: 
Guðbjörg Björnsdóttir og Ingibjörg Valgeirsdóttir 
Eigendur og þjálfarar hjá Saga Story House