Fræðslufundur fyrir konur með Matta Osvald

Fræðslufundur fyrir konur með parkinson verður haldinn mánudaginn 20. febrúar kl. 13:00 í Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó.
Yfirskrift fundarins: Að kunna á sjálfa sig á torfærum vegi

Í þessum fyrirlestri ætlar Matti að skoða spurningar eins og:

  • Hvernig höldum við í jafnvægið sem við þurfum til að virka vel sem einstaklingar?
  • Tækla karlmenn og kvenmenn áföll og erfiðleika eins?
  • Hvað er til ráða, hvernig vinnum við á móti áhrifum áfalla eða veikinda?
  • og ýmislegt fleira

Matti Osvald hefur til fjölda ára starfað sem heildrænn heilsufræðingur og atvinnumarkþjálfi fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, bæði með einstaklinga á eigin stofu og í Ljósinu stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og haldið þar m.a. utan um námskeiðið „Fræðslufundir fyrir karlmenn“. Hann hefur á undanförnum árum haldið mikið af fyrirlestrum sem fjalla um þá list að finna og halda í jafnvægið sem við þurfum öll til að virka vel sem einstaklingar.

Fyrirlesturinn er opinn fyrir allar konur með parkinson.
Heitt á könnunni. Engin skráning – bara mæta.