Parkinsonsamtökin bjóða félagsmönnum upp á fræðslu, ráðgjöf og stuðning ásamt aðgangi að endurhæfingu hjá Takti. Félagsaðild er einnig fyrir aðstandendur.
Ráðgjöf og stuðningur
Parkinsonsamtökin bjóða upp á ráðgjafaþjónustu fyrir fólk með Parkinson og skylda sjúkdóma, ásamt aðstandendum þeirra.
Hjúkrunarfræðingur veitir stuðning, upplýsingar um sjúkdóminn og/eða metur þjónustuþörf. Að auki er í boði ráðgjöf hjá iðjuþjálfa, félagsráðgjafa, fjölskyldufræðingi, næringarfræðingi og sálfræðingi samkvæmt þörfum.
Ráðgjöfin er mikilvægur þáttur í því að styðja við einstaklinga og fjölskyldur þeirra í ferlinu, hvort sem er í byrjun sjúkdómsferlisins eða á síðari stigum.
Skráning í endurhæfingu
í Takti
Taktur endurhæfing er fyrir einstaklinga sem hafa verið greindir með Parkinson eða skylda sjúkdóma og eru á fyrri stigum sjúkdómsins. Til að nýta þjónustuna þarf viðkomandi að vera sjálfbjarga í athöfnum daglegs lífs. Þjónustan er í boði frá greiningu og þar til þörf er á sérhæfðari þjónustu.
Eftir að skráning hefur verið móttekin verður haft samband og þér boðið í viðtal þar sem þjónustuþörf er metin og endurhæfingaráætlun útbúin.