WPC 2023 – Styrkir fyrir félagsmenn

6th World Parkinson Congress (WPC) ráðstefnan verður haldin í Barcelona 4.–7. júlí 2023. Ráðstefnan er alþjóðlegur vettvangur fyrir vísindamenn, heilbrigðisstarfsfólk og fólk með Parkinson og aðstandanda til að koma saman og fræðast um allt það nýjasta sem tengist rannsóknum, lyfjum, umönnun og endurhæfingu.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá.

Stjórn Parkinsonsamtakanna hefur tekið ákvörðun um að styrkja félagsmenn sem vilja sækja ráðstefnuna gegn því að þeir verði með fræðslu um efni ráðstefnunnar á fræðslufundi hjá samtökunum í haust.  Þeir félagsmenn sem óska eftir að fá styrk til þátttöku á WPC eru vinsamlegast beðnir um að fylla út formið hér fyrir neðan fyrir 16. mars. Haft verður samband við alla umsækjendur að umsóknarfresti loknum.

Allar nánari upplýsingar í s. 552-4440 eða á netfanginu parkinson@parkinson.is.