Fræðsla: Heilsuefling og iðja heima

Fræðslufundur þriðjudaginn 7. mars kl. 11:00 í fundarsalnum Lunga á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir iðjuþjálfi mun fjalla um heilsueflingu og iðju innan heimilis. Ýmsar áskoranir geta hindrað eða gert fólki erfitt fyrir að komast út af heimilinu í þjálfun eða félagsskap.

Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Ekki þarf að skrá sig – bara mæta.