Borðtennis – Prufutími fös. 4. febrúar

Borðtennis hefur notið mikilla vinsælda í endurhæfingu parkinsongreindra um allan heim. Parkinsonsamtökin ætla að bjóða upp á borðtennis fyrir félagsfólk í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði (sjá kort).
 
Prufutími verður föstudaginn 4. febrúar kl. 11:00 þar sem kennari mun útskýra reglurnar og allir fá að prófa að spila. Borðtennisspaðar og kúlur eru á staðnum.
 
Þátttakendur eru beðnir um að huga vel að persónubundnum sóttvörnum.
Engin skráning og aðgangur ókeypis fyrir félagsfólk í Parkinsonsamtökunum.

Viðburðir framundan

22sep

Borðtennis

11:00 - 12:00
Íþróttahúsið Strandgötu
25sep

Konuhópur

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA