Kynningar á Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna

Kynningar á Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna verða í Lífsgæðasetri St. Jó í febrúar. Þar verður farið yfir fyrirhugaða starfsemi og þátttakendum boðið að skoða nýja húsnæðið. Þar sem við verðum að passa vel upp á fjarlægðarmörk og fjölda þá biðjum við þátttakendur um að skrá sig á forminu hér fyrir neðan.

Kynningarnar fara fram í húsnæði Takts á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Gengið er inn í húsið bakdyra megin sem snýr að Hringbraut. Það er hægt að koma að húsinu frá Hringbraut og þá er keyrt inn á bílastæðið til móts við Jófríðarstaðaveg (hjá strætóskýli).

Uppfært 31. janúar: Vegna breytinga á samkomutakmörkum munum halda kynningar fyrir allt að 20 manns í einu til að hægt sé að halda góðu bili á milli þátttakenda en athugið að það er grímuskylda á kynningunum.

1. febrúar: Það er orðið fullt á kynninguna 3. febrúar en laus pláss 8. og 10. febrúar.