Andri Þór Sigurgeirsson, sjúkraþjálfari hjá Takti sjúkraþjálfun. Ljósmynd: Fréttablaðið/Ernir.
Taktur sjúkraþjálfun er sérhæfð þjálfun fyrir fólk með parkinson og parkinsonskylda sjúkdóma sem er staðsett á 1. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Andri Þór Sigurgeirsson og Kristján Huldar Aðalsteinsson sjúkraþjálfara sjá um þjálfunina. Í Takti sjúkraþjálfun er lögð áhersla á hópþjálfun en einnig er boðið upp á einstaklingsmeðferðir.
Hægt er að samnýta sjúkraþjálfun og aðra endurhæfingu hjá Takti endurhæfingu sem er á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó en dagskrá endurhæfingar má finna í tímatöflu.
SKRÁNING HJÁ TAKTI SJÚKRAÞJÁLFUN
Lokað hefur verið fyrir skráningar hjá Takti sjúkraþjálfun um sinn.
Aðrar sjúkraþjálfunar- og endurhæfingarstöðvar sem sinna fólki með Parkinson:
- Elja sjúkraþjálfun, Reykjavíkurvegi, s. 534-0015
- Seigla sjúkraþjálfun, Reykjavíkurvegi
- Styrkur sjúkraþjálfun, Höfðabakka
- Æfingastöðin, Háaleitisbraut (þjálfun í sal og sundlaug)
- Bati sjúkraþjálfun, Kringlunni
- Bjarg endurhæfing, Akureyri
- Sjúkraþjálfun Selfoss
- MS-Setrið, Sléttuvegi (dagdvalarrými)
- Reykjalundur (4 vikna prógramm fyrir fólk með parkinson)