fbpx

Nýtt fræðsluefni: Upplýsingar fyrir nýgreinda

Parkinsonsamtökin hafa gefið út nýjan bækling “Parkinsonsjúkdómur – upplýsingar fyrir nýgreinda” þar sem má finna góðar upplýsingar fyrir fólk sem er nýgreint með parkinson og aðstandendur þeirra.

Hægt er að sækja bæklinginn á rafrænu formi hér:

Bæklingurinn er til í prentaðri útgáfu og það er hægt að fá hann sendan heim með því að panta hann í netversluninni. Bæklingurinn er ókeypis en það þarf að greiða fyrir sendingarkostnað:

Bæklingurinn er þýddur úr dönsku en Parkinsonforeningen í Danmörku gaf bæklinginn fyrst út. Við sendum þeim okkar bestu þakkir fyrir gott fræðsluefni og leyfi til að þýða og staðfæra.