Myndlistarsýning á Hrafnistu Hraunvangi

Sólveig Eggertsdóttir sýnir málverk og vatnslitamyndir í Menningarsalnum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sýningin verður opin 21. nóvember til 13. janúar 2020.

Sólveig lauk myndlistarnámi frá Myndlist- og handíðaskólanum og útskrifaðist úr skúlptúradeild. Hún starfaði lengst af við kennslu og haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í samsýningum þrátt fyrir að hafa greinst með parkinsonsjúkdóminn skömmu eftir útskrift úr myndlistanáminu.

Myndirnar eru flestar óhlutbundnar „leikur með liti“ en í nokkrum þeirra bregður fyrir verum á ferð í einhvers konar landslagi. Myndirnar eru unnar með vatnlitum, akrýl og olíukrít en flestar þeirra hefur Sólveig málað á Hrafnistu þar sem hún býr.