Parkinsonsamtökin óska eftir sjálfboðaliðum sem vilja gerast stuðningsfulltrúar hjá Stuðningsnetinu. Stuðningsfulltrúar er ýmist sjálfir með parkinsonsjúkdóminn eða aðstandendur þeirra sem eru tilbúnir að styðja við aðra sem eru að ganga í gegnum sjúkdómsferlið.
Óskað er eftir sjálfboðaliðum sem eru með parkinson eða skylda sjúkdóma sem og aðstandendum. Það getur verið mjög gefandi að deila reynslu sinni, veita öðrum stuðning og láta gott af sér leiða. Ef þú vilt gerast stuðningsaðili þá getur þú haft samband við parkinsonsamtokin@gmail.com eða skráð þig á www.studningsnet.is.
Verðandi stuðningsfulltrúi fer gegnum ítarlegt viðtal til að ganga úr skugga um hvort viðkomandi hefur unnið úr eigin málum og er í stakk búinn til að aðstoða aðra.
Stuðningsfulltrúar sitja 2x 4 klukkustunda námskeið í jafningjastuðningi sem byggir á gagnreyndri fyrirmynd frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.
Stuðningsfulltrúar hljóta viðeigandi símenntun með reglulegu millibili.
Næsta námskeið verður þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember í Síðumúla 6, 2. hæð.