MSA fræðslufundur

Fræðslufundur hjá Takti: Hvað er MSA sjúkdómur og hvað getum við gert við einkennum hans?
 
Snædís Jónsdóttir sér um fræðsluna, en hún er sérfræðingur í hjúkrun í Parkinsonteymi Landspítalans. Hún hefur unnið við hjúkrun parkinsonsjúklinga á Taugalækningadeildinni frá árinu 2009 en síðustu árin sérhæft sig í þeim fræðum og vinnur eingöngu með einstaklingum með parkinsonsjúkdóm og skylda sjúkdóma (parkinson+) og fjölskyldum þeirra á göngudeild taugasjúkdóma.
 
Gefið er rými fyrir spurningar úr sal.
 
Tími: þriðjudagur 5. des. kl 13.00

Staður: Lunga, salur á 2. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja sér sæti. Skráning fer fram á forminu hér fyrir neðan eða með því að hringja í s. 552-4440.

Viðburðir framundan

30nóv

Samsöngur

11:00 - 12:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA