fbpx
Parkinsonsamtökin

Mín markmið – æfingar í september

September er kominn með frábæru veðri og vegna útiveru koma markmið mánaðarins inn í seinna lagi. Eftir að hafa hugsað mest um kviðinn og bakið í ágúst hugum við sérstaklega að jafnvæginu í september.

Ég fékk að heyra það að myndirnar af æfingunum hefðu verið góð viðbót og mikið skemmtilegra að horfa á þær á ísskápnum frekar en dagatal með texta. En að einhverjir hefðu átt í vandræðum með að prenta dagatalið út þar sem myndin bjagast eitthvað við prentun.

Til þess að forðast þau vandræði verða Mín Markmið nú á pdf formi sem er er prentvænni kostur.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, óskir eða fyrirspurnir sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is

Prentvæn dagatöl: