Leikur að litum á þriðjudögum

Leikur að litum í Takti.

Boðið verður upp á tíma í vatnslitamálun á þriðjudögum kl. 11:00–12:30. Ekki er um námskeið að ræða heldur er hægt að skrá sig í hvern tíma.

  • Kynning á málun með vatnslitum á pappir.
  • Áhersla er lögð á litafræði og farið yfir séreinkenni vatnslitana.
  • Unnið verður eftir ljósmyndum og fyrirmyndum til hliðsjónar.
  • Skoðaðar eru margvislegar hliðar á vatnslitamálun almennt.
  • Litir og pappír verða til staðar.

Vatnslitatímarnir eru haldnir á þriðjudögum kl. 11:00–12:30 í Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Leiðbeinandi er Margrét Zóphóníasdóttir, myndlistarkona.