Kiwanisklúbburinn Elliði styrkir Parkinsonsamtökin

Fyrr á árinu afhenti Kiwanisklúbburinn Elliði Parkinsonsamtökunum rausnarlega gjöf að upphæð 500.000 kr. Við afhendingu styrksins hélt Einar Guttormsson, gjaldkeri Parkinsonsamtakanna, kynningu fyrir Elliðafélaga á Parkinsonsetrinu, sem hefur nú fengið nafnið Taktur. Við sendum Elliðafélögum okkar bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning sem kemur að góðum notum við uppbyggingu Takts sem opnar í Lífsgæðasetri St. Jó um áramótin.

Hér fyrir neðan eru myndir frá afhendingu styrksins.

Parkinsonsamtökin

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður

552-4440
parkinsonsamtokin@gmail.com

Kennitala: 461289-1779
Bankanúmer: 111-26-25

Póstlisti