Hjólatúr á Akranesi 11. september

Laugardaginn 11. september ætlar hópur frá Parkinsonsamtökunum að hjóla um Akranesbæ.
 
Snorri Már Snorrason, upphafsmaður Skemmtiferðarinnar sér um skipulagningu. Við hjólum út frá Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum kl. 11 (sjá kort). Hvetjum alla sem berjast við parkinsonsjúkdóminn, hvort sem er sem sjúklingar, aðstandendur eða vinir að taka þátt í þessum hjólatúr. Það nægir líka að hafa bara gaman af hjólreiðum.

Við keyrum upp á Akranes og leggjum af stað hjólandi kl. 11 frá Íþróttamiðstöðinni Jaðarsbökkum. Við erum með nokkuð mikla flutningsgetu bæði fyrir hjól og hjólara. Því væri gott að fá senda meldingu á netfangið hringferd@gmail.com vanti ykkur far eða flutning á hjólum.
 
Við hjólum með „Reykjalundar sniði“ þ.e.a.s. við verðum með 2 hjólahópa,  þeir sem vilja þjóta og hinsvegar þeir sem vilja njóta. Birgir Birgisson reiðhjólabóndi fer fyrir hraðari hópnum, en Snorri Már fer fyrir rólega hópnum. Við leggjum öll af stað kl. 11 en hóparnir fara ekki sömu leið heldur hjóla í 90mín og skila sér til baka á sama tíma á upphafsstað.

Viðburðir framundan

22ágú

Jóga

14:00 - 15:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA