Jólastund Parkinsonsamtakanna verður haldin sunnudaginn 24. nóvember kl. 11.30 á Kaffi Nauthól.
Lederhosen-dansflokkurinn Degaul kemur fram, Ingibjörg Birna Ólafsdóttir fjallar um „Vellíðan á aðventu – og alla aðra daga líka“ og Kristrún Helga Björnsdóttir flautuleikari og Þröstur Þorbjörnsson gítarleikari spila ljúfa jólatónlist.
Boðið verður upp á hangikjöt með tilheyrandi meðlæti, ris ala mande og kaffi. Tilvalið að bjóða fjölskyldu eða vinum með sér og eiga notalega jólastund saman.
Verð fyrir félagsmenn 4.000 kr. en verð fyrir aðra 5.000 kr.
Það geta allir orðið félagsmenn í Parkinsonsamtökunum og fengið betra verð á viðburði samtakanna.
Smelltu hér til að gerast félagi.
Viðburðurinn er liðinn