Parkinsonkaffi 31. október

Birgir Fannar Birgisson verður með fræðslu á Parkinsonkaffinu fimmtudaginn 31. október kl. 17 í Setrinu, Hátúni 10.

Þegar fólk tekst á við stórar áskoranir er fátt mikilvægara en að geta nýtt sér alla þá hjálp sem er aðgengileg. Möguleikarnir á aðstoð eru alltaf fleiri en við höldum. Með góðum samtölum við þá sem vilja aðstoða er oft hægt að tryggja sér sigur í erfiðri baráttu. Sigur Samtalsins.

Birgir Fannar Birgisson tók þátt í undirbúningi og framkvæmd á þátttöku Parkinson Power hjólaliðsins í WOW Cyclothon keppni sumarsins. Reynsla hans af þátttöku undanfarin ár með alls kyns fólki í alls kyns samhengi nýttist hópnum til að ná góðum árangri. Birgir ætlar að segja stuttlega frá hvernig árangurinn náðist með góðum samtölum og samstarfi.

Parkinson Power hópurinn var fyrsta liðið til helminga skipað Parkinsongreindu fólki sem hefur tekið þátt í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni, sem er 1350 km boðsveitakeppni hringinn um Ísland.