Hugur og hendur – nýtt námskeið hefst 16. júní

4 vikna námskeið fyrir fólk með parkinson til að efla andlega, líkamlega og félagslega heilsu. Í upphafi og lok námskeið verða mælingar í boði tengt handstyrk, vitrænni getu og lífsgæðum fyrir þá sem vilja fá mat á sinni færni.

Á námskeiðinu verður minnisþjálfun, hreyfing, þrautir, handverk, slökun og hlátur til að auka vellíðan, líkamsstyrk og færni í höndum.

Námskeiðið verður:

  • fim. 16. júní kl. 13-14
  • mið. 22. júní kl. 13-14
  • fim. 30. júní kl. 13-14
  • fim. 7. júlí kl. 13-14

í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði.

Námskeiðið er niðurgreitt að fullu af Parkinsonsamtökunum og því aðeins í boði fyrir félagsfólk í samtökunum.

SKRÁNING

Ath! Það er því miður orðið fullbókað á þennan viðburð.

Viðburðir framundan

03apr

Konuhópur

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA