Iðjuþjálfun og útivist – námskeið í júlí

4 daga námskeið þar sem hlúð verður að heilsunni gegnum ýmis konar iðju innandyra og utandyra. Ætlunin er að búa til eitthvað gott í eldhúsinu og borða saman, upplifa nærandi útivist, prófa ólíkar íþróttir, æfa ýmsar slökunaraðferðir með áhöldum, sinna skapandi handverksgerð og umfram allt að njóta og styrkja sjálfsmyndina.

Námskeiðið fer fram daglega frá mánudegi til fimmtudags 11.-14. júlí kl. 13:00–14:30 í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó, Suðurgötu 41 í Hafnarfirði.

Verð: 0 kr. Námskeiðið er niðurgreitt að fullu fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum.

Athugið að námskeiðið verður ekki haldið nema ef það næst lágmark skráning. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 14 manns.

SKRÁNING

Viðburðir framundan

30sep

Borðtennis

11:00 - 12:00
Íþróttahúsið Strandgötu
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA