Borðtennis á miðvikudögum og föstudögum

Borðtennis hefur verið í boði fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum á föstudögum í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði. Vegna mikilli vinsælda ætlum við að bæta við tíma í borðtennis á miðvikudögum kl. 11. Frá og með 15. mars verður því boðið upp á borðtennis á þessum tímum:

  • Miðvikudagar kl. 11:00 í Íþróttahúsinu Strandgötu
  • Föstudagar kl. 11:00 í Íþróttahúsinu Strandgötu

Þjálfararnir eru þau Anna Lilja Sigurðardóttir og Ingimar Ingimarsson.

Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Parkinsonsamtökunum og það þarf ekki að skrá sig – bara mæta með íþróttaskó og vatnsbrúsa.