Skráning í Reykjavíkurmaraþonið 2019 er hafin og nú geta allir sem taka þátt í hlaupinu safnað áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.
Hvatningarstöðin okkar verður eins og undanfarin ár við Suðurströnd á Seltjarnarnesi.
Við hvetjum alla sem ætla að ganga, skokka eða hlaupa að skrá sig á hlaupastyrkur.is og safna áheitum því margt smátt gerir eitt stórt.
Það er alveg sama hversu löng hlaupaleiðin er – allir geta safnað áheitum.