fbpx

Parkinson 101 – grunnnámskeið

Laugardaginn 16. febrúar verður grunnnámskeiðið Parkinson 101 haldið á Kaffi Nauthól. Námskeiðið hefst kl. 12 með hádegisverði og er ætlað fólki með parkinson og aðstandendum. Námskeiðinu verður streymt á parkinson.is frá kl. 12:35.

Dagskrá:
12:00-12:35 Skráning og hádegisverður
12:35-12:40 Velkomin
Vilborg Jónsdóttir, formaður Parkinsonsamtakanna
12:40-13:40 Parkinson – greining og fyrsta meðferð
Anna Björnsdóttir, taugalæknir
13:40-13:50 Stutt hlé
13:50-14:20 Rödd og kynging
Þórunn Hanna Halldórsdóttir, talmeinafræðingur
14:20-15:00 Mikilvægi hreyfingar
Sigurður Sölvi Svavarsson, sjúkraþjálfari
15:00-15:20 Kaffihlé
15:20-15:50 Lífgæði og lífsleikni
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir, fjölskyldufræðingur
15:50-16:20 Umræður og spurningar

Námskeiðsgjald er 2.500 kr. fyrir félagsmenn en 5.000 kr. fyrir aðra. Ath. að allir geta skráð sig í Parkinsonsamtökin og fengið betra verð á námskeiðum og viðburðum. Það borgar sig að vera félagsmaður!

Skráning fer fram á forminu hér fyrir neðan. Krafa fyrir námskeiðsgjaldi verður stofnuð í netbanka. Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

SKRÁNING
Uppfært: Skráningu er lokið