Hjónin Magnús og Sigríður
Um áttatíu manns sóttu fræðslufund Parkinsonfélags Akureyrar og nágrennis sem haldinn var s.l. fimmtudag í Safnaðarheimili Glerárkirkju.
Gestir fundarins voru hjónin Sigríður Ó. Gunnlaugsdóttir og Magnús Þorkelsson en Magnús greindist með parkinson fyrir fjórtán árum.
Þau hjónin fóru yfir reynslu sína og fjölskyldunnar af parkinson. Hvernig þau hafa nálgast verkefnið og mikilvægi þess að halda fjölskyldunni og nánasta umhverfi upplýstu um stöðu mála.
Aðstandendur voru sérstaklega boðnir velkomnir þar sem efni fundarins snerti alla fjölskylduna.