Mín markmið – æfingar í september 2020

Dagatalið fyrir september leggur mesta áherslu á liðkun og jafnvægi sem eiga það til að gleymast þegar kemur að almennri hreyfingu. Það sem flestir tala um eftir sumarið er að vera stirðir og stífir. Hvort sem það hefur tengst minni hreyfingu og ferðalögum eða mikilli göngu, hjólreiðum og annarri útiveru þá er mikilvægt að halda sér bæði liprum og sterkum.

Fyrir september gæti verið gott að setja sér markmið tengt liðleika en liðleiki í mjöðmum er sérstaklega mikilvægur fyrir heibrigð hné og verkjalaust bak. Höldum áfram að fara varlega og höldum okkur á hreyfingu.
 

Ef þið hafið einhverjar óskir eða fyrirspurnir um æfingarpakka sendið þær þá á: sigurdur@styrkurehf.is.
Kveðja, Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari.

Smelltu á hnappinn til að sækja prentvæna útgáfu: