Hóptímar hjá Styrk hefjast á ný

Sigurður Sölvi sjúkraþjálfari hjá Styrk sjúkraþjálfun er með hóptíma fyrir fólk með parkinson. Núna eru æfingar að fara af stað eftir sumarfrí og fyrstu tímarnir verða þriðjudaginn 1. september.

Ekki er hægt að taka inn nýja einstaklinga í hópana strax en hægt er að skrá sig á biðlista með því að hringja í Styrk í s. 587-7750. Þau sem hafa verið í hópunum áður verða að hafa samband við Sigga áður en þau mæta, ef þau hafa ekki nú þegar haft samband við hann. Ástæðan er sú að það þarf að undirbúa tímana með tilliti til smitvarna. Það þarf að passa að öll haldi 2 metra regluna og svo þarf að sótthreinsa búnað fyrir og eftir æfingar til þess að tryggja fólki öruggan stað til að æfa á.

Það eru 3 hópar sem æfa tvisvar í viku.
Hópur 1 er á þriðjudögum kl. 8:30 og fimmtudögum kl. 15:30
Hópur 2 er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15:30
Hópur 3 er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:30