Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2020

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks þann 3. desember. Markmiðið með verðlaununum er að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verðlaunanna.

Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.

Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar en lokadagur tilnefninga er 15. september.
Veist þú um einstakling, fyrirtæki/stofnun eða umfjöllun/verkefni sem á hrós skilið?

Smeltu hér til að senda inn tilnefningu.