Iðjuþjálfun - Áhöld fyrir næsta tíma 6. mars
Iðjuþjálfun á netinu verður mánudaginn 6. mars kl. 16 á ZOOM: https://zoom.us/j/107141114
Það væri mjög gott ef þátttakendur gætu útvegað sér áhöldin á listanum hér fyrir neðan eða sambærileg áhöld tímann. Með áhöldunum er hægt að hafa meiri fjölbreytileika í æfingunum.
Tveir boltar – þetta geta verið golfboltar, skopparaboltar, meðalstórir tómatar, tvö lítil soðin egg, hringlaga steinar eða eitthvað annað hringlaga þannig að það passi tvö stykki í lófa.
Þvottaklemma – má vera plastþvottaklemma eða einhver klemma sem hægt er að klemma saman.
Svampbolti sem hægt er að kreista, stór svampur sem gefur ekki of mikið eftir, rúlla saman sokkapar og festa með teygju eða handþjálfa ef einhver á slíkt tæki.
Handlóð ef einhver á, annars er hægt að nota 1/2 lítra og 1 lítra gosflöskur og fylla með vatni, líma saman 2x 1/2 lítra flöskur, Ajax sápubrúsa eða aðra brúsa, helst með góðu handfangi eða gripi og fylla með vatni.
Teygjur ef einhver á, annars lítið handklæði, amk 50 cm langt, sem gefur smá eftir þegar tosað er í það. Á við um flest bómullar handklæði.
Stutt stöng – getur verið lyftingarstöng, kústskaft eða málingarskaft sem er helst ekki mjög langt.
Fyrir þá sem vilja versla sér æfingabúnað eins og handlóð, handþjálfa, teygju eða annað þá er hægt að versla á ýmsum stöðum og fá heimsent. Ég mæli með að skoða vefsíður hjá eftirfarandi og fleirum upp á að fá heimsent:
Hreysti – handóð og æfingateygjur
Sportvörur – handlóð og æfingateygjur