Bætt aðgengi að fjarþjónustu sérgreinalækna

Sjúkratryggingar Íslands hafa gefið út gjaldskrá fyrir fjarþjónustu sérgreinalækna sem starfa á stofum utan sjúkrahúsa, ásamt upplýsingum um skilyrði sem slík þjónusta þarf að uppfylla. Þetta er liður í því að bæta aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu við þær aðstæður sem nú ríkja vegna COVID-19. Sjúkratryggingar munu endurgreiða sjúklingum fyrir þjónustu sérgreinalækna vegna fjarheilbrigðisþjónustu, þegar það hentar sjúklingi og þegar skilyrði um slíka þjónustu eru uppfyllt, s.s. fyrirmæli landlæknis um upplýsingaöryggi við veitingu fjarheilbrigðisþjónustu.

Fréttin er af vef Stjórnarráðsins en þar má fá nánari upplýsingar um þjónustuna.