Vatnslitanámskeið hefst 24. janúar

Í Takti verður nú í fyrsta sinn boðið upp á vatnslitanámskeið fyrir byrjendur og lengra komna.

  • Kynning á málun með vatnslitum á pappir.
  • Áhersla er lögð á litafræði og farið yfir séreinkenni vatnslitana.
  • Unnið verður eftir ljósmyndum og fyrirmyndum til hliðsjónar.
  • Skoðaðar eru margvislegar hliðar á vatnslitamálun almennt.
  • Litir og pappir verða til staðar.

Námskeiðið er 5 skipti á þriðjudögum kl. 11:00–12:30 í Takti miðstöð Parkinsonsamtakanna á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó í Hafnarfirði. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 24. janúar. Leiðbeinandi er Margrét Zóphóníasdóttir myndlistarkona.

Tímar:
Þri. 24. janúar kl. 11:00–12.30
Þri. 31. janúar kl. 11:00–12.30
Þri. 7. febrúar kl. 11:00–12.30
Þri. 14. febrúar kl. 11:00–12.30
Þri. 21. febrúar kl. 11:00–12.30

Verð: 0 kr. Námskeiðið er niðurgreitt og því eingöngu í boði fyrir félagsmenn sem eru greindir með parkinson eða parkinsonskyldan sjúkdóm.

Viðburðir framundan

22sep

Borðtennis

11:00 - 12:00
Íþróttahúsið Strandgötu
25sep

Konuhópur

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA