„Það hvarflaði ekki að neinum sem sá mig að eitt­hvað væri að hrjá mig”

„Parkinson læðist að manni eins og draugur um nótt. Þú áttar þig ekki á truflunum af hans völdum fyrr en þær eru farnar að íþyngja þér verulega,“ segir Sigrún Jónsdóttir en hún greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir átta árum, þá rétt rúmlega fimmtug.

Undanfarna mánuði hefur Sigrún skrifað pistla á Facebook á léttum nótum þar sem hún deilir þeirri þróun sem orðið hefur á lífi hennar eftir greiningu og fram til dagsins í dag.

„Sjúkdómurinn er hæggengur hjá mér og með pistlunum upplýsi ég fólk meðal annars um að það að greinast með Parkinson eru ekki endalokin“ segir Sigrún.

Sigrún hleypur fyrir Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum á hlaupastyrkur.is. Af því tilefni var ítarlegt viðtal við hana á Vísir.is en viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Viðburðir framundan

22sep

Borðtennis

11:00 - 12:00
Íþróttahúsið Strandgötu
25sep

Konuhópur

13:00 - 14:00
Lífsgæðasetur St. Jó
No event found!
TAKTUR SJÚKRAÞJÁLFUN - BIÐLISTI
FUGLAR HUGANS Í SÝNDARVERULEIKA