Taktu þátt í Lífshlaupinu með okkur

Parkinsonsamtökin taka þátt í Lífshlaupinu 2020 sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.

Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Skrá má alla hreyfingu niður ef hún nær minnst 30 mínútum samtals á dag hjá fullorðnum og minnst 60 mínútum samtals á dag hjá börnum og unglingum. Tímanum má skipta upp í nokkur styttri tímabil yfir daginn s.s. 10 til 15 mín í senn.

Við hvetjum alla til að taka þátt í Lífshlaupinu með okkur. Það geta allir tekið þátt með því að skrá gönguferðir, sund, tíma í ræktinni, hjólaferðir, dans og margt fleira. Eina hreyfingin sem er undanskilin eru heimilisstörf.

Til þess að skrá sig til leiks er farið inn á heimasíðu Lífshlaupsins og smellt á Mínar síður. Þá er hægt að velja um Innskráningu fyrir þá sem hafa skráð sig til leiks áður eða Nýskráningu fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta sinn. Það er einnig hægt að skrá sig inn með Facebook aðgangi með því að velja Connect with Facebook.

Til þess að skrá sig í liðið þarf að fara inn á Mínar síður og velja þar Liðin mín og velja síðan Ganga í lið.

Síðan er valið VinnustaðurParkinsonsamtökin – og valið lið að eigin vali. Við gerum ráð fyrir u.þ.b. 10 einstaklingum í hvert lið.

Til að skrá inn hreyfinu þarf að fara inn á Mínar síður og undir Stigin mín þarf að smella á Bæta við hreyfingu. Einnig er hægt að láta lesa upplýsingar úr Strava og Runkeeper fyrir þá sem nota þau forrit.

VINNUSTAÐAKEPPNI – Skráningarleikur á Rás 2
Frá 5. febrúar til 25. febrúar verður einn þátttakandi í Lífshlaupinu dreginn út á hverjum virkum degi í þættinum Morgunverkin á Rás 2 og getur hann unnið glæsilega vinninga.

MYNDALEIKUR
Allir geta tekið þátt í myndaleiknum með því að senda inn skemmtilegar myndir á heimasíðu Lífshlaupsins, í gegnum Instagram með því að merkja þær #lifshlaupid, í gegnum Facebook-síðuna eða bara með því að senda tölvupóst á lifshlaupid@isi.is. Sendu mynd af þátttöku þinni í Lífshlaupinu, þínu liði eða vinnustað og þú gætir unnið flotta vinninga.