fbpx

Veglegur styrkur frá Oddfellow

Félagar í Oddfellow stúkunni Þorfinni Karlsefni komu færandi hendi og gáfu Parkinsonsamtökunum Nustep T5xr fjölþjálfa sem verður notaður í dagþjálfuninni í MS-Setrinu. Í MS-Setrinu er fólk með parkinson, MS, MND og aðra taugasjúkdóma og mun nýi fjölþjálfinn nýtast afar vel í endurhæfingunni.

Við sendum stúkubræðrum í Þorfinni Karlsefni okkar bestu þakkir fyrir þennan veglega styrk sem er okkur ómetanlegur.

Á myndinni eru Andrés Arnalds og Vilborg Jónsdóttir frá Parkinsonsamtökunum, Guðbjartur Greipsson og Guðbrandur Bjarnason frá Oddfellow, Ingibjörg Ólafsdóttir og Friðbjörn Berg frá MS-Setrinu.