Stuðningshópar hefja göngu sína í október og hittast í Setrinu, Hátúni 10. Það verða þrír mismunandi stuðningshópar í vetur: fyrir konur með parkinson, fyrir karlmenn með parkinson og fyrir aðstandendur. Guðrún Birna félagsráðgjafi hefur umsjón með hópunum og stjórnar umræðum.
Dagskrána má finna á viðburðadagatalinu.
Aðgangur er ókeypis og engin skráning. Verið velkomin.
Athugið! Ef dagskráin breytist er það auglýst á Facebook og á SMS-listanum.