Fréttatilkynning

Í síðustu viku var í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum varað við óprúttnum aðila sem þóttist vera að safna styrkjum fyrir Alzheimersamtökin. Nú hefur komið í ljós að um misskilning var að ræða en það eru Parkinsonsamtökin sem eru í átaki þessa dagana með símasöfnun þar sem fólk er beðið um að styrkja uppbyggingu Parkinsonseturs. Svo virðist sem fólk hafi ruglað þessum tveimur samtökum saman og þegar það óskaði eftir staðfestingu frá Alzheimersamtökunum að söfnunin væri á þeirra vegum þá könnuðust þau skiljanlega ekki við málið. Alzheimersamtökin eru hins vegar að selja hálsmen til uppbyggingar miðstöðvar fyrir yngri greinda með heilabilun. Við biðjumst velvirðingar á þessum leiða misskilningi sem leiðréttist hér með.

Parkinsonsamtökin & Alzheimersamtökin

Parkinsonsamtökin

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður

552-4440
parkinsonsamtokin@gmail.com

Kennitala: 461289-1779
Bankanúmer: 111-26-25

Póstlisti