Reykjavíkurmaraþonið 2021

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 21. ágúst 2021 og er skráning í fullum gangi. Allir þátttakendur geta hlaupið til góðs og safnað áheitum fyrir Parkinsonsamtökin, óháð vegalengd. Áheitasöfnunin í Reykjavíkurmaraþoninu hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir Parkinsonsamtökin undanfarin ár og við erum þakklát öllum þeim sem hlaupa fyrir samtökin og þeim sem styrkja samtökin með áheitum.

Parkinsonsamtökin verða með bás á FIT & RUN EXPO stórsýningunni í Laugardalshöll 19. og 20. ágúst. Sýningin er opin öllum, líka þeim sem ekki ætla að hlaupa. Komdu við í básnum hjá okkur.

Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og þekkirðu einhvern sem tekur þátt og gæti hlaupið til góðs fyrir Parkinsonsamtökin? Láttu það berast því saman erum við sterkari og margt smátt gerir eitt stórt.

Parkinsonsamtökin

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður

552-4440
parkinsonsamtokin@gmail.com

Kennitala: 461289-1779
Bankanúmer: 111-26-25

Póstlisti