Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið aflýst. Við teljum þetta vera skynsamlega ákvörðun í ljósi aðstæðna því samkvæmt tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur er ekki hægt að halda viðburðinn og um leið uppfylla skilyrði Almannavarna.
Parkinsonsamtökin hafa undanfarin ár notið góðs af Hlaupastyrk, þar sem þátttakendur hafa safnað áheitum fyrir samtökin. Nú verður leitað leiða til að halda söfnuninni áfram og minnka skaðann fyrir góðgerðafélögin og verða kynntar hugmyndir þar um á næstu dögum.
Við sendum okkar bestu þakkir til allra sem ætluðu að hlaupa fyrir Parkinsonsamtökin og til þeirra sem hafa nú þegar lagt söfnuninni lið.
Stuðningur ykkar er okkur ómetanlegur!