Raddþjálfun hjá Höllu talmeinafræðingi

Halla Marinósdóttir talmeinafræðingur verður með hópþjálfun og æfingar hjá Parkinsonsamtökunum í Setrinu, Hátúni 10. Flestir finna fyrir einkennum á rödd og tali og þess vegna er afar mikilvægt að þjálfa röddina til að ná upp og viðhalda góðum raddstyrk.

Dagsetningar fram að áramótum:
mið. 25. september kl. 16-17
mið. 6. nóvember kl. 16-17

Æfingarnar eru á undan samsöngnum sem byrjar kl. 17 svo það er hægt að æfa röddina sérstaklega vel þessa daga.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Verið velkomin!

Parkinsonsamtökin

Lífsgæðasetur St. Jó
Suðurgata 41
220 Hafnarfjörður

552-4440
parkinsonsamtokin@gmail.com

Kennitala: 461289-1779
Bankanúmer: 111-26-25

Póstlisti