fbpx
Parkinsonsamtökin

Parkinsonkaffi í vetur

Parkinsonkaffi verður í Setrinu, Hátúni 10 síðasta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 17-18. Dagskráin byrjar á stuttu erindi eða fræðslu og svo kaffispjall. Fyrsta Parkinsonkaffið verður fimmtudaginn 26. september en þá munu Vilborg Jónsdóttir og Snorri Már Snorrason segja frá hjólaferð um Jótland sem þau tóku þátt í ásamt félögum úr Cure4Parkinson í Danmörku.

Parkinsonkaffi er fyrir alla sem eru greindir með parkinson ásamt aðstandendum. Parkinsonkaffi er góð leið til að kynnast fólki sem stendur í svipuðum sporum.

Dagsetningar fram að áramótum:
26. september
31. október
28. nóvember
19. desember

Athugið, ef dagskráin breytist er það auglýst á Facebook og á SMS listanum.