Opið hús á Akureyri 11. maí

Opið hús fimmtudaginn 11. maí kl. 14.00- 16.00 í fundarsal á jarðhæð í Undirhlíð 3 Akureyri.

Gestur fundarins verður Halla Birgisdóttir forstöðumaður félagsmiðstöðvanna Sölku og Birtu.
Halla ætlar að kynna fyrir okkur starfsemina sem þar fer fram. Í Sölku og Birtu er boðið upp á ýmiskonar námskeið fyrir 18 ára og eldri, handverk, afþreyingu af ýmsu tagi, hreyfingu auk fjölbreyttra viðburða.
 
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Verið velkomin.