Stuðningshópur fyrir maka vikulega í Takti

Stuðningshópur fyrir maka hefur verið á dagskrá annan hvern þriðjudag en vegna mikillar aðsóknar verður bætt við tíma og stuðningshópurinn verður framvegis á dagskrá vikulega á þriðjudögum kl. 15–16 í Takti á 3. hæð í Lífsgæðasetri St. Jó. Stuðningshópurinn hefur verið vel sóttur en Íris Eik Ólafsdóttir félagsráðgjafi, fjölskyldufræðingur og sáttamiðlari, hefur umsjón með hópnum og stjórnar umræðum.

Aðgangur er ókeypis og opinn fyrir alla maka sem eru félagsmenn í Parkinsonsamtökunum en nauðsynlegt er að skrá sig í hvern tíma til að tryggja sæti. Skráning fer fram í viðburðadagatali.